Tyrkir æfir af reiði 3. október 2005 00:01 Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira