Erlent

Fá Nóbelinn í læknisfræði

Ástralarnir Barry Marshall og Robin Warren hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Sænska nóbelsnefndin tilkynnti þetta í Stokkhólmi í morgun. Marshall og Warren komust að því árið 1982 að bakterían Helicobacter pylori væri völd að langflestum magasárum. Í kjölfar þeirrar uppgövunar var farið að vinna lyf gegn bakteríunni og skurðaðgerðir vegna magasára urðu í flestum tilvikum óþarfar. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að um sé að ræða einhverja mikilvægustu uppgötvun í læknisfræði á síðari tímum og að Barry Marshall hafi farið óhefðbundnar leiðir við sínar rannsóknir, m.a. með því að kyngja bakteríunni sjálfur til að sannreyna rannsóknir sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×