Erlent

Ólögráða í lífstíðarfangelsi

Talið er að tæplega tíu þúsund ólögráða einstaklingar afpláni nú lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum. Landið trónir því á toppi lista yfir þá sem hafa flesta unglinga og börn í lífstíðarafplánun. Þetta kemur fram í New York Times í dag. Bandaríkin eru sömuleiðis methafar hvað varðar fjölda þeirra sem hljóta lífstíðardóma án þess að eiga möguleika á reynslulausn en slíkar heimildir eru til í einum tólf löndum heims í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×