Erlent

Tuttugu létust í sjóslysi

Tuttugu eldri borgarar létust þegar skemmtiferðabátur fór á hvolf í New York fylki í gær. Atvikið henti svo snöggt að enginn náði að fara í björgunarvesti í tæka tíð. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en verið er að rannsaka hvort alda af völdum gufubáts, sem kom á móti bátnum á mikilli ferð, hafi valdið því að hann hafi hvolfst. Tuttugu og sjö farþeganna komust lífs af. Flestir voru þeir fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×