Sport

Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan

Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A á Ítalíu og er með 13 stig,  tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld. Fiorentina tyllti sér í 3. sæti deildarinnar með 3-2 sigri á Livorno og með 13 stig eins og AC Milan. Úrslit dagsins á Ítalíu urðu eftirfarandi; AC Milan 2 - 1 Reggina Roma 2 - 3 Siena Ascoli 3 - 1 Parma Fiorentina 3 - 2 Livorno Lecce 3 - 0 Cagliari Messina 1 - 4 Sampdoria Palermo 2 - 2 Empoli Juventus 18:30 Inter Milan í beinni á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×