Gaui fúll yfir agaleysi leikmanna 29. september 2005 00:01 Leikmenn Notts County hafa nælt sér í þrjú rauð spjöld í síðustu fjórum leikjum og stjóri liðsins, Guðjón Þórðarson, hefur ákveðið að grípa til ráða svo þetta agaleysi leikmanna endurtaki sig ekki í næstu leikjum. Allir þessir leikmenn fengu beint rautt spjald fyrir glórulausar tæklingar og fóru þar af leiðandi allir í þriggja leikja bann. Hópurinn hjá Guðjóni er þunnskipaður fyrir þannig að hann má illa við því að missa þessa stráka í leikbönn. Guðjón er búinn að gera leikmönnum liðsins það ljóst að hann muni ekki líða slíka framkomu það sem eftir er tímabilsins og þeir sem ekki geti haldið sig á mottunni verða teknir til kostanna. "Ég er mjög ósáttur við agaleysi ákveðinna leikmanna liðsins," segir Guðjón á heimasíðu Notts County en hann sektaði þessa þrjá leikmenn eins mikið og mögulegt var. "Ég vinn ekki svona. Ég vil vera ákveðinn en sanngjarn og ég mun ekki líða þetta agaleysi. Það er búið að sekta þessa menn og mál þeirra er frágengið. Við höfum farið eftir ströngustu reglum og nýtt okkur það svigrúm sem reglurnar gefa okkur til þess að refsa leikmönnunum. Þeir sættu sig við það.Það er ekki nokkur leið að slíkt agaleysi verði liðið hér hjá okkur og ég hef sent út skýr skilaboð með þessum sektum. Það er líka svekkjandi þegar menn fá rauð spjöld fyrir kjánaskap," sagði Guðjón. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Leikmenn Notts County hafa nælt sér í þrjú rauð spjöld í síðustu fjórum leikjum og stjóri liðsins, Guðjón Þórðarson, hefur ákveðið að grípa til ráða svo þetta agaleysi leikmanna endurtaki sig ekki í næstu leikjum. Allir þessir leikmenn fengu beint rautt spjald fyrir glórulausar tæklingar og fóru þar af leiðandi allir í þriggja leikja bann. Hópurinn hjá Guðjóni er þunnskipaður fyrir þannig að hann má illa við því að missa þessa stráka í leikbönn. Guðjón er búinn að gera leikmönnum liðsins það ljóst að hann muni ekki líða slíka framkomu það sem eftir er tímabilsins og þeir sem ekki geti haldið sig á mottunni verða teknir til kostanna. "Ég er mjög ósáttur við agaleysi ákveðinna leikmanna liðsins," segir Guðjón á heimasíðu Notts County en hann sektaði þessa þrjá leikmenn eins mikið og mögulegt var. "Ég vinn ekki svona. Ég vil vera ákveðinn en sanngjarn og ég mun ekki líða þetta agaleysi. Það er búið að sekta þessa menn og mál þeirra er frágengið. Við höfum farið eftir ströngustu reglum og nýtt okkur það svigrúm sem reglurnar gefa okkur til þess að refsa leikmönnunum. Þeir sættu sig við það.Það er ekki nokkur leið að slíkt agaleysi verði liðið hér hjá okkur og ég hef sent út skýr skilaboð með þessum sektum. Það er líka svekkjandi þegar menn fá rauð spjöld fyrir kjánaskap," sagði Guðjón.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira