Innlent

Jákvæðar niðurstöður í könnun

Niðurstöður könnunar á skilyrðum fyrir álver í Helguvík hafa reynst jákvæðar eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Norðuráli, Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Fulltrúar þessara aðila undirrituðu í maí síðastliðnum samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Í framhaldi af undirritun samkomulagsins var strax hafist handa við frekari könnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver þar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru hafnarskilyrði í Helguvík eru mjög ákjósanleg sem og forsenda fyrir uppbyggingu álvers á svæðinu. Unnt er að byggja 250 þúsund tonna álver á núverandi iðnaðarsvæði í Helguvík í landi Reykjanesbæjar þannig að öllum umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Þá eru stækkunarmöguleikar sagðir enn meiri með því að teygja byggingarsvæðið aðeins til norðurs frá skipulögðu iðnaðarsvæði. Þá gefa fyrstu athuganir á flutningsleiðum fyrir raforku gefa jákvæð fyrirheit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×