Uppskipting Burðaráss var jákvæð 22. september 2005 00:01 Ingimar Ísak Bjargarson sat fund Burðaráss í síðustu viku þar sem tillaga um uppskiptingu félagsins milli Landsbanka og Straums var borin upp til atkvæða. Hann kaus með tillögunni og segir hluthafa græða á að skipta félaginu upp og styrkja þar með Landsbankann og Straum. Ingimar Ísak vakti nokkra athygli annarra fundarmanna enda talsvert yngri en þeir og einn fárra karlkynsgesta sem ekki báru hálsbindi. Mynd af honum á fundinum birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag. "Ég fór á fundinn til að taka þátt í að ákveða hvað yrði um Burðarás og sjá hvernig væri að sitja svona fund," segir Ingimar sem átt hefur hlutabréf í tvö ár. Frændi hans, Ingimar Kjartansson í Gæðamold í Gufunesi, gaf honum bréf í Eimskipafélaginu. Sú eign varð að bréfum í Burðarási sem nú hefur breyst í hlutabréf í Landsbankanum og Straumi. Ingimar fylgist með fréttum af gangi fyrirtækjanna og líst vel á þróun mála enda hefur gengi bréfa hans hækkað. Hann lætur vel af stórmennum viðskiptalífsins sem sátu með honum fundinn í síðustu viku og segir bankastjóra og fjárfesta eins og hvert annað fólk. Talnaflóðið var þó talsvert og Ingimar reynir hvað hann getur til að lesa rétt úr tölunum. Gangi það ekki leitar hann sér aðstoðar. "Ef ég skil þetta ekki fæ ég frænda minn til að þýða þetta yfir á mannamál." Ingimar er duglegur ungur maður og í sumar vann hann frá átta til fjögur við bílþrif á bílaleigu hjá afa sínum. Hýran var lögð inn í Landsbankann. Ingimar byrjaði í áttunda bekk í Laugalækjarskóla í haust og lætur vel af skólanum. Og þrátt fyrir fylgjast með hlutabréfamarkaðnum ver hann frístundum sínum með svipuðum hætti og jafnaldrar hans. "Ég hef verið í íshokkíi, er að byrja að æfa á gítar og svo hef ég gaman af fjarstýrða bensínbílnum mínum," segir hann og klappar kettinum sínum Pjakki sem þrátt fyrir að fylgjast vel með eiganda sínum veit sjálfsagt lítið um gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi. Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ingimar Ísak Bjargarson sat fund Burðaráss í síðustu viku þar sem tillaga um uppskiptingu félagsins milli Landsbanka og Straums var borin upp til atkvæða. Hann kaus með tillögunni og segir hluthafa græða á að skipta félaginu upp og styrkja þar með Landsbankann og Straum. Ingimar Ísak vakti nokkra athygli annarra fundarmanna enda talsvert yngri en þeir og einn fárra karlkynsgesta sem ekki báru hálsbindi. Mynd af honum á fundinum birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag. "Ég fór á fundinn til að taka þátt í að ákveða hvað yrði um Burðarás og sjá hvernig væri að sitja svona fund," segir Ingimar sem átt hefur hlutabréf í tvö ár. Frændi hans, Ingimar Kjartansson í Gæðamold í Gufunesi, gaf honum bréf í Eimskipafélaginu. Sú eign varð að bréfum í Burðarási sem nú hefur breyst í hlutabréf í Landsbankanum og Straumi. Ingimar fylgist með fréttum af gangi fyrirtækjanna og líst vel á þróun mála enda hefur gengi bréfa hans hækkað. Hann lætur vel af stórmennum viðskiptalífsins sem sátu með honum fundinn í síðustu viku og segir bankastjóra og fjárfesta eins og hvert annað fólk. Talnaflóðið var þó talsvert og Ingimar reynir hvað hann getur til að lesa rétt úr tölunum. Gangi það ekki leitar hann sér aðstoðar. "Ef ég skil þetta ekki fæ ég frænda minn til að þýða þetta yfir á mannamál." Ingimar er duglegur ungur maður og í sumar vann hann frá átta til fjögur við bílþrif á bílaleigu hjá afa sínum. Hýran var lögð inn í Landsbankann. Ingimar byrjaði í áttunda bekk í Laugalækjarskóla í haust og lætur vel af skólanum. Og þrátt fyrir fylgjast með hlutabréfamarkaðnum ver hann frístundum sínum með svipuðum hætti og jafnaldrar hans. "Ég hef verið í íshokkíi, er að byrja að æfa á gítar og svo hef ég gaman af fjarstýrða bensínbílnum mínum," segir hann og klappar kettinum sínum Pjakki sem þrátt fyrir að fylgjast vel með eiganda sínum veit sjálfsagt lítið um gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi.
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira