Innlent

Beraði á sér bossann

Fjórtán ára drengur var handtekinn við Ráðhúsið í gær, þar sem Náttúruvaktin hélt mótmæli, vegna ráðstefnu um áliðnað sem haldin er hér á landi þessa dagana. Pilturinn beraði á sér afturendann og var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð, þangað sem foreldrar hans sóttu hann. Að sögn lögreglu fóru mótælin að öðru leyti friðsamlega fram, en áætlað er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim



Fleiri fréttir

Sjá meira


×