Innlent

Vilja samning um sjúkraflutninga

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar. Í þessu sambandi er bent á yfirstandandi breytingar á sjúkraflutningum á Siglufirði og í Árnessýslu. Þar er verið að færa umsjá þeirra frá lögreglu yfir til heilsugæslustöðva. Sambandið segir að mistök væru að "nýta ekki það tækifæri sem hér býðst til að efla og bæta heildarþjónustu við íbúa á sviði bráðaþjónustu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×