Innlent

Óskað eftir viðræðum um boltann

OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt. Jafnframt var óskað eftir viðræðum með hvaða hætti Síminn myndi dreifa efni 365 ljósvakamiðla á breiðbandinu. Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri OgVodafone segir að ekkert svar hafi enn borist. "Það hafa gengið á milli bréfaskipti í langan tíma áður en úrskurður samkeppniseftirlitsins kom. Eftir þennan úrskurð, þá höfum við sent bréf, en ekki borist svar. Við trúum því að þeir ættu að geta farið að koma bréfi saman, eða notað símann. Það er vonandi að þessi félög nái að vinna úr þessari niðurstöðu." Eiríkur segir að þegar hafi komið beiðni frá Tengi á Akureyri um dreifingu efnis 365 ljósvakamiðla eftir að bráðabirgðaúrskurður samkeppniseftirlitsins barst og þeirri beiðni hafi verið svarað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×