Innlent

Keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Vatnsveitu Grundarfjarðar og tekur við rekstri hennar um næstu áramót. Orkuveitan tekur strax við verkefnum er snúa að byggingu hitaveitu og verður hitaveita lögð á næsta ári. Samkvæmt samningnum leggur Grundarfjörður til vatnsveitu, fjármagn og annan kostnað vegna borana, að verðmæti um 107 milljónir. Á móti kemur fjárfesting OR vegna hitaveitu sem verður um 450 milljónir. Gert er ráð fyrir að húshitunarkostnaður í Grundarfirði lækki allt að 50 prósent. Þá er gert ráð fyrir að verð á köldu vatni verði það sama og í Stykkishólmi og Borgarnesi, en verð á heitu vatni verði það sama og í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×