Erlent

Sex látnir eftir flóð í Eþíópíu

Sex létust þegar á flæddi yfir bakka sína í austurhuta Eþíópíu fyrir helgi, að því er Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. Um 4000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðsins. Allir vegir sem liggja að svæðinu hafa verið undir vatni síðan atburðurinn átti sér stað og hafa stjórnvöld því notast við þyrlur til að koma hjálpargögnum til nauðstaddra. Eþíópía er nokkuð einangrað land, m.a. sökum hárra fjalla og slæmra samgangna, og því berast fréttir af náttúruhamförum á afskekktum svæðum gjarnan seint.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×