Frétt DV röng segir rektor 20. september 2005 00:01 Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst segir forsíðufrétt DV í dag, að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á Litla Hrauni, stundi bókhaldsnám á Bifröst, vera ranga. Runólfur Ágústsson rektor segir Eirík Jónsson, blaðamann á DV, hafa haft samband við skrifstofu háskólans í gær og óskaði eftir upplýsingum um það hvort Sveinbjörn stundaði nám við skólann. Hann hafi fengið samband við Runólf sem svaraði því til að ekki væru gefnar slíkar upplýsingar um einstaka nemendur, enda vinnuregla að gefa ekki upplýsingar um námsframvindu, árangur eða aðrar persónulegar upplýsingar um nemendur eða umsækjendur um skólavist, án samráðs við þá. Skólinn hafði svo í morgun samband við Sveinbjörn og fékk heimild hans til að birta umræddar upplýsingar. „Sveinbjörn sótti um nám fyrir síðustu vorönn en gat þá ekki stundað það vegna aðstöðuleysis í fangelsinu. Hann endurnýjaði umsókn sína fyrir haustmisseri sem nýlega er hafið. Honum hefur verið tilkynnt að hann verði tekinn í nám samkvæmt umsókn að því gefnu að fangelsisyfirvöld tryggi honum og skólanum viðunandi aðstöðu til að hann geti sinnt sínu námi,“ segir í tilkynningu rektors. Sveinbjörn er iðnrekstrarfræðingur frá THÍ og vantar 30 einingar til að geta lokið námi í viðskiptafræði. Þau fög sem hann þarf að taka til að geta lokið fjarnámi frá Bifröst eru eftirfarandi: Aðferðafræði viðskipta, breytingastjórnun og stefnumótun, fjármál og fjármálamarkaðir, hagnýt hagfræði, málstofa um íslenskt atvinnulíf, markaðsmál og neytendahegðun, nýsköpun og frumkvöðlafræði, samningatækni, samtímamenning og viðskiptasiðfræði. Auk þess myndi hann samhliða skrifa BS ritgerð undir leiðsögn umsjónarkennara. Bókhald er ekki á meðal þeirra kennslugreina sem Sveinbjörn myndi leggja stund á, enda gert ráð fyrir að nemendur á 3. ári í viðskiptafræði hafi tileinkað sér slíkar grunngreinar fyrr í sínu námi, að sögn Runólfs. Runólfur kveðst hafa heimsótt Sveinbjörn á Litla Hraun þann 26. ágúst sl. til að kanna aðstæður hans til háskólanáms og ræddi um leið við Kristján Stefánsson fangelsisstjóra. „Gerði ég fangelsisstjóranum grein fyrir því að í krefjandi háskólanámi, eins og því sem Sveinbjörn vildi stunda í fjarnámi, þyrfti hann að lágmarki netaðgang í 30 klst. á viku og að slíkt væri í raun forsenda þess að Bifröst treysti sér til að taka Sveinbjörn í nám. Á fjarnámsvef skólans þyrfti hann að hlusta á fyrirlestra, vinna verkefni, hafa samskipti við samnemendur sína og kennara, auk þess að afla gagna úr alþjóðlegum gagnagrunnum til að geta stundað nám á Bifröst með fullnægjandi hætti. Í framhaldi af þessum fundi var haft samband við forstjóra Fangelsismálastofnunar og atbeina hans óskað í málinu. Ljóst er að öryggismál varðandi netnotkun fanga eru viðkvæmt atriði en háskólinn hefur bent fangelsisyfirvöldum á að þau megi leysa með einföldum hætti,“ segir Runólfur. Rektor segir ennfremur að Viðskiptaháskólinn á Bifröst telji sig hafa samfélagslegar skyldur. Hluti af þeim skyldum sé að stuðla að jöfnum rétti allra til náms við skólann. „Fangar eru þar ekki undanskildir, enda er það trú mín að bæði sé eðlilegt og sjálfsagt að skólakerfið, þ.m.t. háskólar, sinni þörfum fanga til náms.“Í ljósi viðræðna við fangelsisyfirvöld og fréttar DV kveðst rektor hafa sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf í dag og beðið hann að beita sér í málefnum Sveinbjörns og tryggja honum og öðrum föngum aðstöðu til háskólanáms. Viðskiptaháskólinn sé tilbúinn til samstarfs við fangelsisyfirvöld í þeim efnum. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst segir forsíðufrétt DV í dag, að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á Litla Hrauni, stundi bókhaldsnám á Bifröst, vera ranga. Runólfur Ágústsson rektor segir Eirík Jónsson, blaðamann á DV, hafa haft samband við skrifstofu háskólans í gær og óskaði eftir upplýsingum um það hvort Sveinbjörn stundaði nám við skólann. Hann hafi fengið samband við Runólf sem svaraði því til að ekki væru gefnar slíkar upplýsingar um einstaka nemendur, enda vinnuregla að gefa ekki upplýsingar um námsframvindu, árangur eða aðrar persónulegar upplýsingar um nemendur eða umsækjendur um skólavist, án samráðs við þá. Skólinn hafði svo í morgun samband við Sveinbjörn og fékk heimild hans til að birta umræddar upplýsingar. „Sveinbjörn sótti um nám fyrir síðustu vorönn en gat þá ekki stundað það vegna aðstöðuleysis í fangelsinu. Hann endurnýjaði umsókn sína fyrir haustmisseri sem nýlega er hafið. Honum hefur verið tilkynnt að hann verði tekinn í nám samkvæmt umsókn að því gefnu að fangelsisyfirvöld tryggi honum og skólanum viðunandi aðstöðu til að hann geti sinnt sínu námi,“ segir í tilkynningu rektors. Sveinbjörn er iðnrekstrarfræðingur frá THÍ og vantar 30 einingar til að geta lokið námi í viðskiptafræði. Þau fög sem hann þarf að taka til að geta lokið fjarnámi frá Bifröst eru eftirfarandi: Aðferðafræði viðskipta, breytingastjórnun og stefnumótun, fjármál og fjármálamarkaðir, hagnýt hagfræði, málstofa um íslenskt atvinnulíf, markaðsmál og neytendahegðun, nýsköpun og frumkvöðlafræði, samningatækni, samtímamenning og viðskiptasiðfræði. Auk þess myndi hann samhliða skrifa BS ritgerð undir leiðsögn umsjónarkennara. Bókhald er ekki á meðal þeirra kennslugreina sem Sveinbjörn myndi leggja stund á, enda gert ráð fyrir að nemendur á 3. ári í viðskiptafræði hafi tileinkað sér slíkar grunngreinar fyrr í sínu námi, að sögn Runólfs. Runólfur kveðst hafa heimsótt Sveinbjörn á Litla Hraun þann 26. ágúst sl. til að kanna aðstæður hans til háskólanáms og ræddi um leið við Kristján Stefánsson fangelsisstjóra. „Gerði ég fangelsisstjóranum grein fyrir því að í krefjandi háskólanámi, eins og því sem Sveinbjörn vildi stunda í fjarnámi, þyrfti hann að lágmarki netaðgang í 30 klst. á viku og að slíkt væri í raun forsenda þess að Bifröst treysti sér til að taka Sveinbjörn í nám. Á fjarnámsvef skólans þyrfti hann að hlusta á fyrirlestra, vinna verkefni, hafa samskipti við samnemendur sína og kennara, auk þess að afla gagna úr alþjóðlegum gagnagrunnum til að geta stundað nám á Bifröst með fullnægjandi hætti. Í framhaldi af þessum fundi var haft samband við forstjóra Fangelsismálastofnunar og atbeina hans óskað í málinu. Ljóst er að öryggismál varðandi netnotkun fanga eru viðkvæmt atriði en háskólinn hefur bent fangelsisyfirvöldum á að þau megi leysa með einföldum hætti,“ segir Runólfur. Rektor segir ennfremur að Viðskiptaháskólinn á Bifröst telji sig hafa samfélagslegar skyldur. Hluti af þeim skyldum sé að stuðla að jöfnum rétti allra til náms við skólann. „Fangar eru þar ekki undanskildir, enda er það trú mín að bæði sé eðlilegt og sjálfsagt að skólakerfið, þ.m.t. háskólar, sinni þörfum fanga til náms.“Í ljósi viðræðna við fangelsisyfirvöld og fréttar DV kveðst rektor hafa sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf í dag og beðið hann að beita sér í málefnum Sveinbjörns og tryggja honum og öðrum föngum aðstöðu til háskólanáms. Viðskiptaháskólinn sé tilbúinn til samstarfs við fangelsisyfirvöld í þeim efnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira