Innlent

Reykjavík fallandi stjarna

Ísland er aftur komið í efsta sæti yfir uppáhaldslönd lesenda bresku blaðanna Guardian og Observer en það var í öðru sæti í fyrra og því fyrsta í hittiðfyrra. Það var fyrsta árið sem Ísland komst á listann. Slóvenía, sem náði fyrsta sætinu í fyrra, er nú í öðru sæti. Reykjavík er hins vegar fallandi stjarna meðal lesendanna, fellur úr tólfta sæti yfir vinsælustu borgirnar í fyrra niður í þrítugasta og fjórða sæti núna. Könnunin byggir á mati lesenda blaðanna á þeirri þjónustu sem þeir fá á ferðalögum sínum. Ársæll Harðarson, forstöðumaður Ferðamálaráðs Íslands, segir að niðurstaðan varðandi Reykjavík sé auðvitað visst áhyggjuefni og að það sé mál sem þurfi að kryfja, bæði með tilliti til þjónustuþátta og verðlags. Icelandair, eða Flugleiðir, eru hins vegar á hraðri uppleið yfir flugfélög sem flytja farþega til og frá Bretlandi á styttri flugleiðum. Félagið fer úr fjórtánda sæti í fyrra upp í fjórða sætið í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×