Innlent

Skerpt á heimildum Íbúðalánasjóðs

MYND/Vísir
Skerpt hefur verið á heimild Íbúðalánasjóðs til áhættustýringar og ávöxtunar lausafjár með sérstökum viðauka við reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Félagsmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs, að fengnum umsögnum Fjármálaeftirlitsins og stjórnar Íbúðalánasjóðs. Við reglugerðina hefur einnig verið bætt viðauka um viðurkennd viðskipti og mótaðila vegna áhættustýringar. Reglugerðin tekur þegar gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×