Erlent

Olíuverð rauk upp

Heimsmarkaðsverð á hráolíutunnu rauk upp í gær vegna ótta spákaupmanna við að tíðindi frá fundi OPEC-ríkjanna síðar í dag verði óhliðholl olíumarkaðnum. Verðið hækkaði um heil sjö prósent í gær, úr 63 Bandaríkjadölum upp í rúma 67 Bandaríkjadali, og er þetta mesta hækkun á einum degi síðan í desember 2001. Stóru olíufélögin þrjú, hér á landi, lækkuðu bensínverð um tvær og hálfa krónu í gær vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu, en nú er hætt við því að sú lækkun gangi fljótlega til baka, haldi fram sem horfir. OPEC-ríkin funda síðar í dag og taka þá ákvörðun um hvort framleiðslan verði aukin um tvær milljónir tunna á dag. Verði magnið minna en svo má búast við enn frekari hækkunum á heimsmarkaðsverði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×