Sport

Óvænt tap hjá AC Milan

AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet goðsagnarinnar Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu. Gilardino kom gestunum yfir á 18. mínútu en Bonazzoli jafnaði fyrir heimamenn á 38. mínútu og Tonetto tryggði sigurinn á 58. mínútu. Milan er í 10. sæti Serie A eftir þrjá leiki með 4 stig. Juventus er eina liðið með fullt hús stiga í deildinni en liðið vann 2-1 sigur á Ascoli á heimavelli sínum í dag þar sem Alessandro Del Piero skoraði bæði mörk heimamanna. Úrslitin í Serie A í dag. Cagliari 1 - 1 Messina Fiorentina 4 - 2 Udinese Juventus 2 - 1 Ascoli Lazio 3 - 1 Treviso Reggina 1 - 3 Chievo Sampdoria 2 - 1 AC Milan Siena 1 - 2 Palermo Í kvöld: Livorno-Roma kl:19.30 Efstu lið: Juventus 9 Fiorentina 7 Lazio 7 Palermo 7 Inter Milan 6



Fleiri fréttir

Sjá meira


×