Ásælast flugstjórnarsvæði Íslands 14. september 2005 00:01 Kanadamenn eru farnir að ásælast hluta af flugstjórnarsvæði Íslands. Ástæða þess að Kanadamenn vilja fá stærri hluta er auðvitað fjárhagsleg - svæðinu fylgja miklar gjaldeyristekjur og fjöldi starfa. Alþjóðlega flugumferðarsvæðið sem Íslendingar stýra er gríðarstórt og um það fara um 30% allrar flugumferðar yfir Atlantshafið. Kanadamenn vildu gjarnan fá sneið af þessari köku að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, og hann segir að þeir hafi ekkert farið leynt með þann áhuga sinn. Það eru heilmiklir hagsmunir í húfi: hátt í 200 störf og tæpir tveir milljarðar króna í gjaldeyristekjur. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að stóri bróðir í vestri næli sér í verkefnin segir Heimir Már eina ráðið að veita áfram góða þjónustu og verðleggja hana ekki of hátt. 120 manns vinna hjá Flugmálastjórn, um 50 hjá dótturfélaginu Flugfjarskiptum og um 30 hjá Flugkerfum sem sjá um hugbúnað og fleira. Samtals eru þetta hátt í tvö hundruð störf sem skapa 1,8 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári. Það eru flugfélögin sem nýta sér þjónustuna sem greiða kostnaðinn, svo þau gætu sett þrýsting á Alþjóða flugmálastofnunina, ef Kanadamenn undirbjóða. Aðspurður hvað gerist þá segir Heimir að svolítið flókið ferli fari gang. Fjölþjóðasamningur sé til staðar um þjónustuna sem Íslendingar veiti en hann er í vörslu Alþjóða flugmálastofnunarinnar. Heimir segist ekkert vera að fara á taugum út af þessu því forseti stofnunarinnar hafi beinlínis sagt að hann vilji að þjónustan verði áfram í höndum Íslendinga. Flugumferðarstjórn hefur verið hlutafélagavædd í mörgum landanna í kringum okkur og samgönguráðherra hefur boðað frumvarp í vetur um slíkar breytingar hérlendis. Heimir Már telur það munu auka samkeppnishæfni og sveigjanleika Íslendinga á þessu sviði. Við munum því ekki sleppa hendinni svo glatt af okkar alþjóðlega flugstjórnarsvæði. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Kanadamenn eru farnir að ásælast hluta af flugstjórnarsvæði Íslands. Ástæða þess að Kanadamenn vilja fá stærri hluta er auðvitað fjárhagsleg - svæðinu fylgja miklar gjaldeyristekjur og fjöldi starfa. Alþjóðlega flugumferðarsvæðið sem Íslendingar stýra er gríðarstórt og um það fara um 30% allrar flugumferðar yfir Atlantshafið. Kanadamenn vildu gjarnan fá sneið af þessari köku að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, og hann segir að þeir hafi ekkert farið leynt með þann áhuga sinn. Það eru heilmiklir hagsmunir í húfi: hátt í 200 störf og tæpir tveir milljarðar króna í gjaldeyristekjur. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að stóri bróðir í vestri næli sér í verkefnin segir Heimir Már eina ráðið að veita áfram góða þjónustu og verðleggja hana ekki of hátt. 120 manns vinna hjá Flugmálastjórn, um 50 hjá dótturfélaginu Flugfjarskiptum og um 30 hjá Flugkerfum sem sjá um hugbúnað og fleira. Samtals eru þetta hátt í tvö hundruð störf sem skapa 1,8 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári. Það eru flugfélögin sem nýta sér þjónustuna sem greiða kostnaðinn, svo þau gætu sett þrýsting á Alþjóða flugmálastofnunina, ef Kanadamenn undirbjóða. Aðspurður hvað gerist þá segir Heimir að svolítið flókið ferli fari gang. Fjölþjóðasamningur sé til staðar um þjónustuna sem Íslendingar veiti en hann er í vörslu Alþjóða flugmálastofnunarinnar. Heimir segist ekkert vera að fara á taugum út af þessu því forseti stofnunarinnar hafi beinlínis sagt að hann vilji að þjónustan verði áfram í höndum Íslendinga. Flugumferðarstjórn hefur verið hlutafélagavædd í mörgum landanna í kringum okkur og samgönguráðherra hefur boðað frumvarp í vetur um slíkar breytingar hérlendis. Heimir Már telur það munu auka samkeppnishæfni og sveigjanleika Íslendinga á þessu sviði. Við munum því ekki sleppa hendinni svo glatt af okkar alþjóðlega flugstjórnarsvæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira