Um 400 börn enn á biðlistum 14. september 2005 00:01 Enn vantar um 185 starfsmenn á leikskóla og frístundaheimili í Reykjavík. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs Reykjavíkurborgar, er enn verið að reyna að fylla um100 stöður í leikskólum borgarinnar. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá Íþrótta- og tómstundaráði sem rekur frístundaheimili grunnskólanna, segir að enn vanti um 85 starfsmenn á frístundaheimilin. Nokkuð vel gekk að ráða fólk í síðustu viku eins og vonast hafði verið eftir því háskólanemar hafa nú fengið afhentar stundarskrár sínar og geta þar af leiðandi ráðið sig til vinnu. Börnum á biðlistum frístundaheimilanna hefur að sama skapi fækkað í 416 úr 511 á einni viku. Að sögn Soffíu er ástandið á frístundaheimilunum verst í úthverfum. "Það er erfiðast í Breiðholti og Grafarholti og en fólk ber því við að of langt sé að ferðast þangað til vinnu þegar vinnutíminn er aðeins þrjár til fjórar stundir á dag," segir hún. "Mikið af starfsfólki frístundaheimilanna er háskólafólk sem vill vinna sem næst miðbænum." Að undanförnu hefur ÍTR hefur auglýst eftir eldra fólki í störf á frístundaheimilum. Að sögn Soffíu hefur aldurshópurinn 60 ára og eldri brugðist vel við og þó nokkuð af starfsfólki skilað sér úr þeim hópi. Vonast hún til að enn fleiri eldri borgarar sjái sér hag í því að starfa á þessum vettvangi. "Við getum ekki gefist upp og verðum að reyna að halda áfram að finna starfsfólk," segir Soffía. Starfsmannamál leikskólanna verða rædd í borgarráði og menntaráði í dag. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi R-listans og formaður borgarráðs segir að ráðið muni ræða útfærslu á 50 milljóna króna aukafjárveitingu sem samþykkt var í síðustu viku og ætluð var til að hjálpa til við að leysa starfsmannavanda leikskóla og frístundaheimila. Hann segir stöðuna hafi batnað á síðustu dögum og biðlistar á frístundaheimili styst. "Það gengur samt ekki nógu hratt að mínu mati og þykir mér það óskaplega leitt fyrir hönd þeirra sem vilja veita góða þjónustu," segir Stefán Jón Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Enn vantar um 185 starfsmenn á leikskóla og frístundaheimili í Reykjavík. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs Reykjavíkurborgar, er enn verið að reyna að fylla um100 stöður í leikskólum borgarinnar. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá Íþrótta- og tómstundaráði sem rekur frístundaheimili grunnskólanna, segir að enn vanti um 85 starfsmenn á frístundaheimilin. Nokkuð vel gekk að ráða fólk í síðustu viku eins og vonast hafði verið eftir því háskólanemar hafa nú fengið afhentar stundarskrár sínar og geta þar af leiðandi ráðið sig til vinnu. Börnum á biðlistum frístundaheimilanna hefur að sama skapi fækkað í 416 úr 511 á einni viku. Að sögn Soffíu er ástandið á frístundaheimilunum verst í úthverfum. "Það er erfiðast í Breiðholti og Grafarholti og en fólk ber því við að of langt sé að ferðast þangað til vinnu þegar vinnutíminn er aðeins þrjár til fjórar stundir á dag," segir hún. "Mikið af starfsfólki frístundaheimilanna er háskólafólk sem vill vinna sem næst miðbænum." Að undanförnu hefur ÍTR hefur auglýst eftir eldra fólki í störf á frístundaheimilum. Að sögn Soffíu hefur aldurshópurinn 60 ára og eldri brugðist vel við og þó nokkuð af starfsfólki skilað sér úr þeim hópi. Vonast hún til að enn fleiri eldri borgarar sjái sér hag í því að starfa á þessum vettvangi. "Við getum ekki gefist upp og verðum að reyna að halda áfram að finna starfsfólk," segir Soffía. Starfsmannamál leikskólanna verða rædd í borgarráði og menntaráði í dag. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi R-listans og formaður borgarráðs segir að ráðið muni ræða útfærslu á 50 milljóna króna aukafjárveitingu sem samþykkt var í síðustu viku og ætluð var til að hjálpa til við að leysa starfsmannavanda leikskóla og frístundaheimila. Hann segir stöðuna hafi batnað á síðustu dögum og biðlistar á frístundaheimili styst. "Það gengur samt ekki nógu hratt að mínu mati og þykir mér það óskaplega leitt fyrir hönd þeirra sem vilja veita góða þjónustu," segir Stefán Jón
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira