Innlent

Minnsta atvinnuleysi í fjögur ár

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna á Íslandi síðan í nóvember 2001. 1,8% vinnubærra manna voru án vinnu í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og er það rúmlega þriðjungi minna atvinnuleysi en í ágústmánuði í fyrra. Í ársbyrjun var þriggja prósenta atvinnuleysi en það hefur dregist saman í hverjum mánuði síðan þá. Atvinnuleysi er mest á Norðurlandi vestra - 2,5% - en minnst á Vesturland, 0,6%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×