Innlent

Guðmundur Kjærnested jarðsettur

Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×