Innlent

Höfundur og útgefandi deila

Tekist var á um tryggingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær vegna lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur frá Skruddu. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari, annar höfunda bókarinnar, fór fram á lögbannið þar sem hann taldi brotið á höfundarrétti sínum í frágangi mynda í bókina. "Útgefandinn fór á fundinum fram á tíu milljóna króna tryggingu vegna lögbannsins," segir Kristinn, en hann bjóst ekki við að þurfa að leggja fram nema 1,5 milljónir króna. Málinu var því frestað til morguns og mun ákvörðunar Sýslumanns vera að vænta um hádegisbil í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×