Innlent

Ódýrari netsími

Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. Arnór segir að það sé engin tæknibúnaður sem fólk þurfi að kaupa, nægjanlegt sé að hlaða niður forriti. "Fólk tengir svo heyrnartól við tölvuna og geta svo hringt um allan heim. Heyrnartólið er innifalið fyrir viðskiptavini. Þetta mun skapa ný viðmið um hvað telst eðlilegt verð á fjarskiptaþjónustu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×