Erlent

Leita aðstoðar vegna hungursneyðar

Yfirvöld í Kenía og Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á ríflega tveggja milljarða króna stuðning frá alþjóðasamfélaginu á næsta hálfa árinu vegna hungursneyðar sem ógnar um 1,2 milljónum manna í landinu. Eins og víðar í Afríku má rekja matarskortinn til þurrka, en síðustu ár hefur lítið í rignt í Kenía. Forseti landsins, Mwai Kibaki, lýsti yfir neyðarástandi á síðasta ári og þrátt fyrir að ástandið hafi batnað á sumum svæðum er enn stór hópur í hættu. Talið er að um 200 þúsund börn séu í hópi hinna þurfandi. Fénu sem Keníastjórn og Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir verður varið til matarkaupa sem Matvælahjálp og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna munu koma til þeirra sem svelta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×