Innlent

Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun

Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár. Flestar skráð bifreiðar voru af gerðinni Toytoa, því næst af gerðinni Mitsubishi og í þriðja sæti kom Nissan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×