Erlent

Spennan minnkar í Belfast

Óeirðir héldu áfram í Belfast og nokkrum öðrum stöðum á Norður-Írlandi í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, en voru þó ekki eins miklar og um helgina. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tíu lögreglumenn hafi slasast í átökum við mótmælendur, en átökin hófust þegar lögreglan kom í veg fyrir að Óraníumenn gætu farið fylktu liði um hverfi kaþólikka á laugardaginn var. Mótmælendur notuðu einnig bensínsprengjur, flugelda og múrsteina í átökunum en lögregla sprautaði vatni til þess að reyna að hafa heimil á þeim. Nítján voru handteknir í óeirðunum í gær og gærkvöld en að sögn lögreglu og slökkviliðs dró töluvert úr spennunni þegar á leið kvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×