Innlent

Reynt að höfða til atvinnulausra

Reyna á að finna leið til að fá fólk sem er á atvinnuleysisskrá til að ráða sig í vinnu hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs borgarinnar. Fundur verður haldinn í menntaráði í dag þar sem farið verður yfir stöðuna sem upp er komin vegna manneklu á leikskólum. Stefán Jón segir að rætt verði um ráðningar sem og það hvernig beri að útfæra þá aukafjárveitingu sem borgarráð samþykkti í síðustu viku að veita til málaflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×