Innlent

Vísitala úthafsrækju hækkar aðeins

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er aðeins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó enn þá 27 prósentum lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugnum. Vísitala rækju lækkaði enn meir á miðunum við Austfirði og var þar afli afar lítill nema á Rauða torgi. Sé litið á aðalrækjusvæðið á Norðurkanti við Grímsey er hækkun vísitölu 19 prósent miðað við árið 2004. Mælingin fór að þessu sinni fram á Bjarna Sæmundssyni frá 19. júlí til 22. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×