Innlent

Lágu í leigðum kojum í Herjólfi

Kojur sem farþegar Herjólfs höfðu pantað fyrsta laugardag í september voru margar uppteknar af starfsfólki Samskipa þegar farþegarnir komu um borð. Þetta kemur fram á eyjafrettir.is. Allt leit eðlilega út þegar farþegarnir komu að afgreiðslunni og engin fyrirstaða að koma bílum inn. Þeir sem áttu pantaðan klefa en fengu ekki segja starfsfólk Herjólfs hafa verið vandræðalegt og borið fyrir sig tvíbókunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að starfsfólk Samskipa lá í klefunum. Það hafði verið á golfmóti deginum áður og hafði verið að skemmta sér fram á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×