Innlent

Neysluverðsvísitala hækkar enn

Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent. Þá hækkaði verð á dagvörum um 1,7 prósent og bensín og olía um 4,9 prósent. Eigið húsnæði í vísitölunni hækkaði um 1,2 prósent. Þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent síðustu 12 mánuuði, en sé húsnæðið ekki tekið með nemur hækkunin 1,4 prósentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×