Innlent

Tókum við fimmtán flóttamönnum

Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands á föstudagskvöld á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru fimmtán einstaklingar, af þeim eru níu börn og unglingar. Í öllum tilvikum er um fjölskyldur einstæðra mæðra að ræða. Þessar fjölskyldur komu allar frá Kosta Ríka, en þangað höfðu þær flúið frá Kólumbíu. Það var hins vegar ekki talið að þær byggju við öryggi þar fremur en í föðurlandinu og því fór Flóttamannahjálpin þess á leit að þær fengju hæli hér. "Það er búið að finna hús fyrir þau öll, þannig að þau eru öll komin með heimili," segir Karen H. Theodórsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. "Við erum búin að finna fjórar til fimm íslenskar stuðningsfjölskyldur fyrir hverja fjölskyldu og meirihluti stuðningsfjölskyldnanna er spænskumælandi. Börnin munu svo byrja í Austurbæjarskóla í vikunni, en hinir fara í fullorðinsfræðslu." Þrjár kólumbískar fjölskyldur til viðbótar munu koma til landsins síðar í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×