Erlent

Enn óljóst um skaða

Enn er óljóst um skaðann sem jarðskjálftinn, sem skók Papúa Nýju-Gíneu í gær, olli. Ekki er búist við hann sé ýkja mikill en erfitt hefur reynst að fá upplýsingar vegna skorts á símum í þorpum landsins. Óttast var í fyrstu að skjálftinn, sem mældist 7,3 á Richter, kæmi af stað flóðbylgju en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi. Árið 1998 ollu tveir neðansjávarjarðskálftar við norðurhluta eyjarinnar, sem mældust sjö á Richter, þremur flóðbylgjum sem kostuðu meira en tvö þúsund manns lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×