Innlent

Franska ferðamannsins enn leitað

Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa síðan í gærkvöldi leitað að franska ferðamanninum Christian Apalléa en síðast sást til hans 23. ágúst síðastliðinn. Leitað hefur verið út frá skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn og þaðan áleiðis í Þórsmörk. Einnig hefur gönguleið frá Þórsmörk upp á Fimmvörðuháls verið leituð. Fimmtíu björgunarsveitarmenn voru við leit í morgun, ásamt tveimur sérþjálfuðum leitarhundum. Jafnframt leitinni fer fram viðamikil upplýsingasöfnun að hálfu Lögreglunnar á Hvollsvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×