Erlent

Deilt um dauða Arafats

Arafat lést vegna hjartaáfalls á síðasta ári, en sérfræðinga greinir á um hvað olli því. Bæði bandaríska dagblaðið New York Times og ísraelsk dagblöð hafa látið sérfræðinga yfirfara læknaskýrslur Arafats, en fram til þessa hafa aðstandendur hans ekki viljað gera þær opinberar. Niðurstaða sérfræðinganna sem unnu fyrir New York Times er sú að áfallið hafi stafað af óþekktri sýkingu. Ísraelsku fjölmiðlarnir halda því hins vegar fram að alnæmi eða eitrun hafi verið ástæðan. Palestínumenn fullyrða eftir sem áður að eitrað hafi verið fyrir Arafat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×