Erlent

Ákærður fyrir hvatningu

Lögreglan í Brönshöj í Danmörku handtók í dag dansk-marokkóskan mann fyrir að hvetja til heilags stríðs og þar með hryðjuverka. Said Mansour hefur framleitt og dreift fjölda geisladiska, dvd-diska og myndbanda sem innihalda efni sem hvetja menn til að berjast gegn fjandmönnum íslams og heiðingjum. Hann er þess vegna ákærður fyrir að hvetja til eða vera vitorðsmaður í glæp og samkvæmt dönskum lögum eru viðurlögin við því að hvetja til hryðjuverka allt að sex ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×