Innlent

Þrír slösuðust á Kárahnjúkum

Þrír menn slösuðust í tveimur vinnuslysum á Kárahnjúkum sem bæði áttu sér stað seinnipartinn í fyrradag. Hið fyrra varð með þeim hætti að járnfleki sem setja átti í stífluna færðist úr stað þegar átti að hífa hann með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn klemmdust með fætur milli fleka. Var í fyrstu talið að þeir hefðu fótbrotnað en við skoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri kom í ljós að þeir höfðu aðeins marist illa. Seinna slysið varð þegar maður datt úr vinnutæki og lenti svo illa að hann úlnliðsbrotnaði og skrámaðist í andliti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×