Innlent

Harkalega ádrepa á ríkisstjórnina

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir ríkisstjórnarflokkunum ekki hafa verið greidd atkvæði með því markmiði að þeir rústuðu atvinnulíf í heilum landshlutum eins og þeir hafi gert. Fundurinn mótmælir þeim vandræðum sem þeir telja stjórnvöld hafa bakað vestfirsku atvinnulífi með efnahagsaðgerðum og risaframkvæmdum á Austurlandi sem þeir segja hafa valdið hruni í sjávarútvegi og vinnslu sjávarafla. Segir meðal annars í greinagerð að Vestfirðingar hafi aldrei verið hlynntir kvótakerfinu, þeir hafi aldrei viðurkennt að útgerðarmenn einir ættu veiðiheimildirnar og mættu braska með þær að eigin vild. Þá segir í greinargerðinni að Vestfirðingar aldrei hafa verið samþykir lögum um framsal aflaheimilda og að ef ekkert verði að gert, muni sagan endurtaka sig. Ekki sé hægt að horfa upp á stjórnvöld fórna atvinnuvegum Vestfirðinga á altari stórðiju og stórvirkjana að þarfalausu, nauðsynlegt sé að grípa í taumana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×