Innlent

Barn frá Skorradal varð að víkja

Barni frá Skorradal var sagt upp á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri um í síðustu viku þar sem börnum fjölgar á Hvanneyri en leikskólapláss eru ekki næg. "Þetta eru engar hefndaraðgerðir fyrir það að hafa ekki samþykkt sameininguna í vor það eru einfaldlega reglur í gangi sem kveða á um forgang þeirra sem búa í sveitarfélaginu og við verðum að fara eftir þeim," segir Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit. Skorrdælingar höfnuðu tvívegis sameiningu við Borgarfjarðarsveit og þrjú önnur sveitarfélög en þeir verða að kaupa margvíslega þjónustu af nágrönnum sínum og höfðu sveitarstjórnarmenn varað við því að Skorrdælingar gætu komist í vanda vegna þessa. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, og Sveinbjörn hafa verið að ræða málin og að þeirra sögn er nú lausn í sjónmáli í leikskólamálinu. Hún yrði sennilega með þeim hætti að sveitarfélögin sameinuðust um að stækka leikskólann en húsnæði sem er í eigu Borgafjarðasveitar og stendur nálægt leikskólanum verður líklega tekið undir þá stækkun. Þó verður að gera ýmsar breytingar á húsnæðinu að sögn Sveinbjarnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×