Innlent

Söfnunin tekur kipp

"Menn klóruðu sér í kollinum yfir þessum manni sem kom til okkar og sagðist ætla að róa umhverfis landið," sagði Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Sjálfsbjargar í móttökuveilsu sem haldin var á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir Kjartan Jakob Hauksson ræðara. "Nú er það engin spurning að hann er Sjálfsbjargarvinur númer eitt," bætti Ragnar við og svo var Kjartan heiðraður með þreföldu húrrakalli. Markmiðið með áheitaróðrinum var að safna peningum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar en sá sjóður gerir hreyfihömluðum kleipt að ferðast án þess að borga aukalega fyrir aðstoðarmann, svokallaðan hjálparliða, sem þau þurfa á að halda. Þegar Kjartan kom til hafnar voru um þrjár og hálf milljón króna komnar í sjóðin en fljótlega bættist enn meira í hann. Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, afhenti Sjálfsbjargarmönnum 250 þúsund kónur fyrir hönd Reykjavíkurhafnar. Upphæðin var svo kominn upp í rúmar fjórar milljónir seinnipart dags í gær. Mikið húllumhæ var á hafnarbakkanum í gær og sáu K.K. og félagar uppi stemningu milli þess sem menn stigu á stokk til að hylla Kjartan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×