Innlent

Guðmundur Kjærnested látinn

Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Guðmundur átti að baki áratuga starf hjá Gæslunni og var yfirskipherra í síðasta þorskastríðinu. Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið sönn þjóðhetja í augum landa sinna. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Önnu Símonardóttir Kjærnested, og fjögur börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×