Innlent

Alelda á augabragði

Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt. Að sögn lögreglunar á Siglufirði varð húsið alelda á augabragði en tilkynnt var um brunann um klukkan tvö um nóttina. Eldsupptök eru ekki kunn en tæknideild lögreglunar í Reykjavík fer til Siglufjarðar á mánudag til að rannsaka málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×