Innlent

Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu

Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Aðeins 6-10 prósent af þeim málum sem berast Stígamótum ár hvert eru kærð. Árið 2003 leituðu 267 konur hjálpar hjá Stígamótum og Neyðarmóttökunni vegna nauðgana og nauðgunartilrauna. Af þeim málum voru 110 kærð, 65 rannsökuð, 16 fóru fyrir rétt og dómar urðu 5. Ráðstefnan stendur fram á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×