Erlent

Íslendingur missti heimili sitt

Íslensk kona, Þórdís Harvey, sem býr í Biloxi í Mississippi, þar sem minnst áttatíu manns fórust í fellibylnum Katrínu, missti heimili sitt í hamförunum. Í samtali við fréttastofu í nótt sagði Þórdís að allt væri horfið og stór hluti bæjarins í algerri rúst. Þórdís flýði til Pensacola í Flórída frá Biloxi áður en fellibylurinn gekk yfir, en hélt heim til sín snemma í gær. Hún sagði það gríðarlegt áfall að sjá að heimilið væri horfið og fannst erfitt að lýsa þeim hörmungum sem blöstu við. Vitað er að meira en hundrað manns fórust eftir að Katrín fór yfir Mississippi, en talsmaður yfirvalda í Biloxi sagði í gærkvöldi að líklega hefðu nokkur hundruð manns farist bara þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×