Sport

Rekinn eftir einn leik

Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik. Cagliari tapaði leiknum 1-2 á heimavelli fyrir Siena í fyrrakvöld og það þótti ráðamönnum hjá liðinu ekki viðunnandi, enda hafa þeir þegar ráðið þjálfara liðsins í fyrra til að taka við liðinu í stað Tesser. Starf þjálfarans í Serie A á Ítalíu hefur aldrei verið auðvelt, en þetta dæmi er líklega með þeim öfgafyllri í nokkurn tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×