Sjálfstæðismenn fengju meirihluta 29. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sem gerð var um helgina, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í borgarstjórnarkosningunum árið 2002 fékk flokkurinn rúm 40 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt könnuninni nú, fengi Samfylkingin 29,7 prósent, eða fimm kjörna fulltrúa. Vinstri - grænir fengju einn borgarfulltrúa, en hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn, því tæplega fimm prósent sögðust kjósa Framsókn og aðeins ríflega tvö prósent sögðust kjósa Frjálslynda flokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segist fyrst og fremst þakklátur borgarbúum fyrir það traust sem þeir sýni sjálfstæðismönnium og hann lýsi því hér með yfir að þeir muni ekki bregðast þeim væntingum sem til þeirra séu gerðar. Vilhjálmur fagnar samkeppni um fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar næsta vor og segir samstarfið við Gísla Martein Baldursson hafa verið gott hingað til. Hann á von á skemmtilegri prófkjörsbaráttu. Hann vonist auðvitað til þess að hann fái traust til að leiða listann áfram og honum sýnist að árangur af starfi sjálfstæðismanna undir hans forystu sé nokkuð góður. Fylgi við flokkinn aukist í hverri könnuninni á fætur annarri. Þegar hann hafi tekið við sem oddviti hafi fylgið verið 41 prósent en nú sé það samkvæmt könnuninni 53,5 prósent og það verði að teljast nokkuð góður árangur. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segir lítið að marka skoðanakannanir, enda sé baráttan um borgina varla byrjuð. Það sé hins vegar ekkert nýtt að framsóknarmenn hafi komið illa út úr skoðanakönnunum. Fyrir síðustu þingkosningar hafi því verið spáð að Framsóknarflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann í Reykjavík en hann hafi fengið þrjá þegar upp hafi verið staðið. Það sama sé uppi á tengingnum varðandi borgarstjórnarkosningarnar. Fylgi flokksins nú slagi hátt upp í einn mann en hann spái því að flokkurinn eigi eftir að auka fylgi sitt mjög verulega fram að kosningum í maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sem gerð var um helgina, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í borgarstjórnarkosningunum árið 2002 fékk flokkurinn rúm 40 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt könnuninni nú, fengi Samfylkingin 29,7 prósent, eða fimm kjörna fulltrúa. Vinstri - grænir fengju einn borgarfulltrúa, en hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn, því tæplega fimm prósent sögðust kjósa Framsókn og aðeins ríflega tvö prósent sögðust kjósa Frjálslynda flokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segist fyrst og fremst þakklátur borgarbúum fyrir það traust sem þeir sýni sjálfstæðismönnium og hann lýsi því hér með yfir að þeir muni ekki bregðast þeim væntingum sem til þeirra séu gerðar. Vilhjálmur fagnar samkeppni um fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar næsta vor og segir samstarfið við Gísla Martein Baldursson hafa verið gott hingað til. Hann á von á skemmtilegri prófkjörsbaráttu. Hann vonist auðvitað til þess að hann fái traust til að leiða listann áfram og honum sýnist að árangur af starfi sjálfstæðismanna undir hans forystu sé nokkuð góður. Fylgi við flokkinn aukist í hverri könnuninni á fætur annarri. Þegar hann hafi tekið við sem oddviti hafi fylgið verið 41 prósent en nú sé það samkvæmt könnuninni 53,5 prósent og það verði að teljast nokkuð góður árangur. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segir lítið að marka skoðanakannanir, enda sé baráttan um borgina varla byrjuð. Það sé hins vegar ekkert nýtt að framsóknarmenn hafi komið illa út úr skoðanakönnunum. Fyrir síðustu þingkosningar hafi því verið spáð að Framsóknarflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann í Reykjavík en hann hafi fengið þrjá þegar upp hafi verið staðið. Það sama sé uppi á tengingnum varðandi borgarstjórnarkosningarnar. Fylgi flokksins nú slagi hátt upp í einn mann en hann spái því að flokkurinn eigi eftir að auka fylgi sitt mjög verulega fram að kosningum í maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira