Erlent

Bresk kona myrt í fjölskylduveislu

Kona á þrítugsaldri var skotin til bana í fjölskylduveislu í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Konan mun hafa haldið á ungabarni þegar hún var skotin. Hópur þeldökkra karlmanna kom óboðinn inn í félagsheimili í Peckham og skaut konuna þar. Hún var flutt á sjúkrahús í skyndingu þar sem hún var úrskurðuð látin skömmu síðar. Lögregla leitar morðingjanna og ekki er vitað hvað þeim gekk til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×