Erlent

Tuttugu og fjórir létust í flóðum

Hundruðir þorpa hafa orðið flóðum að bráð í Uttar Pradesh héraði á Norður Indlandi. Miklar rigningar undanfarna daga leiddu til þess að tvær ár flæddu yfir bakka sína með þeim afleiðingum að nærri 750 þorp fóru alveg undir vatn og 50 þorp til viðbótar eru einangruð og talið er að tuttugu og fjórir hafa látist í flóðunum. Talið er að flóðin hafi haft áhrif á líf 800 þúsund mann íbúa á svæðinu. Nú þegar hafa meira en þúsund manns látist á Vestur Indlandi á þessu ári í kjölfar mikilla Monsún rigninga og flóða í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×