Erlent

Þrjú desdýr drápust

Þrjú desdýr af afar sjaldgæfri tegund hafa drepist úr fuglaflensu í þjóðgarði í Víetnam. Er það í fyrsta skipti sem flensan greinist í þessari tegund dýra, að sögn forstöðumanna þjóðgarðsins. Sýni úr desdýrunum, sem drápust um miðjan júní, voru send til ræktunar og upp úr dúrnum kom að þau voru öll sýkt af H5N1-stofni fuglaflensunnar. Sýni hafa verið tekin úr öðrum dýrum og fuglum í þjóðgarðinum en engin fuglaflensa fundist og enn er upptakanna því leitað. Desdýrunum var aldrei gefið fuglakjöt að éta. Vísindamönnum þykir þetta bera vott um það hversu hættuleg fuglaflensan sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×