Erlent

Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk

Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Réttarhöldin hafa þó lítið lagalegt gildi því þau voru eingöngu liður í Alheimshátíð æskulýðs og stúdenta sem haldin var í sextánda sinn og var yfirskrift hátíðarinnar "Gegn heimsvaldastefnu og glæpum.". "Við teljum sekt George W. Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega alvarlega þar sem hann ber ábyrgð á mörgum glæpum," sagði Jose Vicente Rangel, varaforseti landsins þegar hann las upp dóminn. Á meðal meintra glæpa voru hernaðurinn í Írak og stefna Bandaríkjamanna í alþjóðaviðskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×